Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. október 2016 12:48
Jóhann Ingi Hafþórsson
Danmörk: Kjartan Henry fagnaði sigri gegn Hannesi og Óla
Kjartan Henry í baráttunni
Kjartan Henry í baráttunni
Mynd: Getty Images
Horsens 1 - 0 Randers
1-0 André Bjerregaard ('54)

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens er það mætti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var annar leikur Kjartans í byrjunarliðinu í röð en Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers ásamt því að Ólafur Kristjánsson þjálfar þá.

Hinn þrítugi Kjartan Henry hefur skorað mikið miðað við lítinn spilatíma en hann fékk loks að byrja í dag.

Horsens vann leikinn 1-0 en markið kom á 54. mínútu, tíu mínútum síðar fékk Kjartan gult spjald og örskömmu síðar var hann tekinn af velli.

Þetta var fimmti sigur Horsens í deildinni en þeir eru nú komnir upp að hlið Randers en liðin sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner