Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. október 2016 20:30
Kristófer Kristjánsson
Gary Neville: Pogba og Herrera vandræðalega lélegir
Mynd: Getty Images
Fyrrum varnarmaður Manchester United og álitsgjafi Sky á Englandi, Gary Neville, hefur harðlega gagnrýnt frammistöður Paul Pogba og Ander Herrera eftir 4-0 tap United gegn Chelsea.

Pogba og Herrera spiluðu báðir allan leikinn í niðurlægingu á Stamford Bridge og hefur Gary Neville kallað frammistöðu þeirra „vandræðalega."

„Þeir eru miðjumennirnir og Kante og Hazard hafa einfaldlega labbað framhjá þeim, auðveldlega. Fyrsta markið var bara lélegur brandari, þeir voru vandræðalega lélegir," sagði Neville, svekktur með gengið hjá sínu gamla liði.

„Manchester United hafa eytt 180 milljónum punda í miðjumenn undanfarin ár og ég veit ennþá ekki hvað er besta parið til að spila saman," sagði Englendingurinn að lokum, en hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðun sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner