Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. október 2016 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ancelotti: Ronaldo stjórnaði því hvernig ég stillti liðinu upp
Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Bayern Munchen og fyrrum þjálfari Real Madrid, viðurkennir að hann stillti upp liðinu sínu hjá Real Madrid eins og Ronaldo vildi að hann myndi stilla því upp.

Ancelotti stýrði Real með góðum árangri á milli 2013 og 2015 og vann m.a Meistaradeild Evrópu ásamt spænska bikarinn og HM félagsliða.

Ronaldo blómstraði í 4-3-3 leikkerfinu sem Ancelotti notaðist við og skoraði hann 51 mark í 47 leikjum er þeir unnu Meistaradeildina. Ronaldo sagði svo í fjölmiðlum, stuttu áður en Ancelotti var rekinn, að hann vildi ekki sjá Ítalann fara frá félaginu.

„Ronaldo var mikilvægasti leikmaðurinn minn og ég þurfti að hlusta á hvar hann vildi spila og reyna að aðlagast því hvernig hann vildi að ég stillti liðinu upp," sagði Ancelotti við Daily Mail.

„Það var samt ekki erfitt. Ronaldo vildi spila vinstra megin, Benzema var stórkostlegur framherji á meðan Bale var hægra megin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner