Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. október 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Tveir framherjar orðaðir við Liverpool
Powerade
Lorenzo Insigne er orðaður við Liverpool.
Lorenzo Insigne er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum úr enska boltanum. Njótið!



Manchester City vonast til að geta keypt Pierre-Emerick Aubameyang (27) frá Borussia Dortmund til að fylla skarð Sergio Aguero (28). (Daily Express)

Liverpool er tilbúið að borga 45 milljónir punda til að fá framherjann Inaki Williams (22) frá Athletic Bilbao. Inaki má fara fyrir þá upphæð en hann er sagður vilja vera áfram hjá Bilbao. (AS)

Umboðsmaður Lorenzo Insigne (25) vonast til að koma framherjanum frá Napoli til Liverpool. (Daily Star)

Real Madrid er að skoða Thomas Tuchel, þjálfara Dortmund. (ZDF)

Real er einnig að undirbúa 89 milljóna punda tilboð í Paulo Dybala (22) framherja Juventus. (AS)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, ætlar að verðlauna miðjumanninn Nathaniel Chalobah (21) með nýjum samningi. (Sun)

Liverpool er í viðræðum við Steven Gerrard um að koma í þjálfaralið félagsins. (Daily Express)

Southampton vill fá Marc Roca (19), miðjumann Espanyol, en Liverpool hefur einnig sýnt áhuga. (Mirror)

Keith Hackett, fyrrum yfrmaður dómaramála á Englandi segir að Martin Atkinson hafi skort hugrekki til að reka David Luiz af velli í 4-0 sigri Chelsea á Manchester United í gær. (Telegraph)

Arseanl hefur áhuga á Lucas Kayombo markverði FC Solitaires í Frakklandi en hann er 13 ára gamall. (Daily Star)

Liverpool hefur boðið miðjumanninum Kevin Stewart (23) nýjan samning til 2021. Ben Woodburn (17) og Trent Alexander-Arnold (18) eru einnig í viðræðum um nýja samninga. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner