Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 24. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Fanndís tryggði sigur á Úsbekistan
Fanndís skoraði sigurmarkið.
Fanndís skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úsbekistan 0 - 1 Ísland
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('64)

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Úsbekistan 1-0 í lokaleik á æfingamóti í Kína í dag.

Íslenska liðið fékk fjölda færa í leiknum en Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina markið með skoti fyrir utan teig á 64. mínútu.

Berglind Hrund Jónasdóttir úr Stjörnunni spilaði sinn fyrsta landsleik í markinu og hélt hreinu.

Ísland spilaði 4-3-3 í fyrri háfleiknum í dag en breytti yfir í 3-5-2 í hálfleik. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að prófa sig áfram með 3-5-2 á mótinu í Kína.

Íslenska liðið endar líklega í 3. sæti mótsins. Auk sigursins í dag gerði það jafntefli við Kína og tapaði naumlega gegn Danmörku.

Byrjunarlið Íslands:
Berglind Hrund Jónasdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Sif Atladóttir
Rakel Hönnudóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Athugasemdir
banner
banner