Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. október 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Giroud fær að byrja á morgun
Giroud á æfingu í morgun.
Giroud á æfingu í morgun.
Mynd: Getty Images
Steve Bould, aðstoðarstjóri Arsenal, stýrði æfingu í dag á meðan Arsene Wenger sat á skrifstofu sinni en liðið býr sig undir deildabikarleik gegn Reading annað kvöld.

Wenger eyddi deginum í að funda með eigandanum Stan Kroenke, stjórnarformanninum Sir Chips Keswick og framkvæmdastjóranum Ivan Gazidis.

Einbeitingin fer öll aftur á fótboltann hjá Wenger á morgun þegar Reading, sem situr í 8. sæti Championship-deildarinnar, heimsækir Emirates.

Reiknað er með því að franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud byrji sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann hóf æfingar seinna en aðrir vegna Evrópumótsins og féll niður goggunarröðina.

Þá fékk hann rautt gegn Paris Saint Germain og hefur verið að glíma við meiðsli á tá sem hafa verið að hamla honum.

Wenger mun hvíla einhverja af sínum lykilmönnum í leiknum gegn Reading og Giroud fær tækifæri til að minna á sig.
Athugasemdir
banner
banner