mán 24. október 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Sissoko fer í bann
Moussa Sissoko.
Moussa Sissoko.
Mynd: Getty Images
Tottenham ætlar ekki að áfrýja ákæru enska knattspyrnusambandsins á Moussa Sissoko.

Sissoko hefur verið ákærður fyrir að gefa Harry Arter olnbogaskot í leiknum gegn Bournemouth um helgina.

Sissoko bað Arter afsökunar eftir leik og sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða.

Tottenham ætlar hins vegar ekki að áfrýja og því fer Sissoko í þriggja leikja bann.

„Þegar ég horfði á þetta í sjónvarpinu sá ég að þetta var ekki viljaverk en það er klárt að olnboginn fór í andlitið á Arter. Við tökum ákærunni og horfum fram á veginn. Við reiknum með þriggja leikja banni," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner