Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. október 2016 17:28
Elvar Geir Magnússon
Heimild: gsgazete.com 
Útlit fyrir að Kolbeinn spili ekki gegn Króatíu
Kolbeinn er á meiðslalistanum.
Kolbeinn er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frétt á stuðningsmannasíðu Galatasaray eru enn þrjár vikur í að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson geti snúið til baka eftir meiðsli.

Miðað við þær fréttir mun hann að öllum líkindum missa af síðasta mótsleik Íslands á þessu ári sem er gegn Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember.

Í byrjun september fór Kolbeinn í aðgerð á vinstra hné og segir á heimasíðunni að hún hafi tekist vel, þó séu enn þrjár vikur í að Kolbeinn snúi aftur.

Kolbeinn gekk í raðir Galatasaray í sumar en hefur ekki náð að spila neitt fyrir liðið vegna meiðsla.

Ísland er með sjö stig að loknum þremur umferðum í undankeppni HM en Kolbeinn hefur ekkert getað tekið þátt í þeim leikjum vegna þessara hnémeiðsla.

Króatía og Ísland eru saman á toppi riðilsins í undankeppninni og mikilvægur leikur framundan í Zagreb.

Alfreð Finnbogason hefur byrjað alla leikina þrjá í fjarveru Kolbeins og skorað í þeim öllum, eitt mark í hverjum leik.
Athugasemdir
banner
banner