Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. október 2016 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kurt Zouma spilaði í fyrsta skipti í átta mánuði
Hugað er að Zouma er hann meiddist.
Hugað er að Zouma er hann meiddist.
Mynd: Getty Images
Eftir átta mánaða meiðsli er Kurt Zouma loks að snúa til baka en hann spilaði í varaliðsleik Chelsea í dag.

Frakkinn varð fyrir slæmum hnémeiðslum í 1-1 jafnteflinu við Manchester United, 7. febrúar og hefur hann ekki getað leikið síðan.

Hann var kominn með fast sæti í vörn Chelsea ásamt því að hann var að öllum líkindum að fara að spila með Frökkum á EM, fyrir meiðslin.

Hann hefur fengið að æfa síðan í sumar en hann hefur ekki mátt spila af ótta um að meiðslin gætu versnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner