Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. október 2016 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Klopp: Höfum ekki gert neitt 100% hingað til
Jurgen Klopp segir að Liverpool geti ennþá betur.
Jurgen Klopp segir að Liverpool geti ennþá betur.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir liðið ekki nálægt sínu besta, þrátt fyrir mjög góða byrjun á tímabilinu.

Liverpool vann 2-1 sigur á West Brom um helgina og eru þeir nú jafnir Arsenal og Manchester City á stigum á toppi deildarinnar.

Liverpool hefur ekki tapað í ensku úrvaldsdeildinni síðan Burnley vann þá 2-0 í ágúst og er 0-0 jafnteflið gegn Manchester United, eini leikur liðsins þar sem þeim hefur mistekist að skora, síðan þá.

Klopp segir liðið hins vegar geta bætt sig mikið.

„Við höfum ekki gert neitt hingað til sem hefur verið 100%. Það er mikið af hlutum sem við getum bætt. Ef það væri ekkert til að bæta, getum við verið í fríi alla vikuna og svo spilað leikina um helgar:

„Við hefðum t.d getað verið mikið betri gegn Swansea í fyrri hálfleikinn. Við getum sótt betur, varist betur og skapað meira," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner