Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. október 2016 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ronaldo fær stuðning frá liðsfélögum
Cristiano Ronaldo hefur ekki átt sína bestu leiki undanfarið.
Cristiano Ronaldo hefur ekki átt sína bestu leiki undanfarið.
Mynd: Getty Images
Liðsfélagar Cristiano Ronaldo hafa nú komið leikmanninum til varnar en hann hefur ekki átt sína bestu daga undanfarið.

Honum hefur nú mistekist að skora í fjórum leikjum í röð á Santiago Bernabeu í fyrsta skipti síðan hann kom til Real árið 2009.

Einhverjir stuðningsmenn Real eru oðrnir þreyttir á markaleysinu og púuðu á hann er Real vann Athletico Bilbao á sunnudag.

„Þegar þú ert búinn að skora tæplega 70 mörk á tímabili ertu orðinn háður mörkum.

„Hann er mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu og vonandi skorar hann fullt af mörkum. Hann er hins vegar ekki vél, hann er manneskja, þó hann komi frá annari plánetu og er öðruvísi, þá klúðrar hann stundum líka," sagði Alvaro Morata, leikmaður liðsins.

Gareth Bale kom liðsfélaga sínum einnig til varnar.

„Cristiano leggur mikið á sig til að skora mörk en það sem skiptir mestu máli er liðið og ég er viss um að hann sé ánægður með að vera á toppnum."
Athugasemdir
banner
banner