Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. október 2016 14:10
Magnús Már Einarsson
Arnór Sveinn hefur rætt við nokkur félög
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, er mögulega á förum frá félaginu.

Arnór er samningslaus en hann hefur meðal annars verið orðaður við KR. Fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.

„Ég er að skoða mína möguleika og ég er búinn að ræða við nokkur félög," sagði Arnór við Fótbolta.net í dag.

Arnór var að koma heim úr fríi en hann ætlar að ákveða á næstunni hvort hann verði áfram í Breiðabliki eða ekki.

„Ég á eftir að taka þá ákvörðun. Ég tek þessa viku og helgina í að ákveða það," sagði Arnór.

Arnór er þrítugur en hann hefur leikið með liðinu allan sinn feril fyrir utan árin 2011 til 2013 þegar hann var hjá Hönefoss í Noregi.

Í sumar átti Arnór ekki fast sæti í byrjunarliði Breiðabliks en hann spilaði tíu leiki í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner