Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. október 2016 17:10
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Pogba fékk 24 milljónir punda frá Juventus
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, fékk 24 milljónir punda í sinn vasa þegar franski miðjumaðurinn var seldur til Manchester United á metfé í sumar.

Manchester United borgaði Juventus samtals 94 milljónir punda fyrir Pogba í sumar. Raiola fékk 24 milljónir punda af þeirri upphæð.

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, staðfesti þetta í dag. Juventus fékk samtals 64,5 milljónir punda í sinn vasa en Pogba fékk sjálfur 5,5 milljónir punda í bónus.

„Við vildum ekki selja hann. Við vildum láta hann festa rætur hjá Juventus," sagði Marotta.

„Hann kom frá United og eftir fjögur ár með okkur þá ákvað hann að snúa aftur til Englands. Hann vildi fara, sama hvað það kostaði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner