banner
   þri 25. október 2016 17:38
Elvar Geir Magnússon
Deildabikarinn - Byrjunarlið: Sturridge en enginn Ings
Margar breytingar hjá Liverpool og Tottenham
Danny Ings fær ekki sénsinn í byrjunarliðinu
Danny Ings fær ekki sénsinn í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Leikur Liverpool og Tottenham í enska deildabikarnum hefst 18:45 en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Simon Mignolet er í marki Liverpool. Daniel Sturridge leiðir sóknarlínuna en margir bjuggust við því að Danny Ings fengi tækifæri. Hann hefur aðeins spilað 26 aðalliðsleiki á tímabilinu en verið sjóðheitur með varaliðinu. Ings er á bekknum.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hvílir markvörðinn Hugo Lloris svo Michel Vorm stendur í rammanum. Hann gerir talsverðar breytingar líkt og kollegi hans Jurgen Klopp en Eric Dier er fyrirliði Spurs í kvöld.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan, Moreno, Stewart, Wijnaldum, Grujic, Ejaria, Origi, Sturridge.
(Varamenn: Karius, Clyne, Lovren, Can, Lallana, Mane, Ings)

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Trippier, Carter-Vickers, Wimmer, Davies; Dier, Winks; Onomah, Carroll, Nkoudou; Janssen.



Fjórir aðrir leikir verða í enska deildabikarnum á sama tíma. Hörður Björgvin Magnússon er hvíldur og byrjar á bekknum hjá Bristol City sem leikur gegn Hull og á Emirates eigast við Arsenal og Reading.

Granit Xhaka tekur út leikbann hjá Arsenal en Arsene Wenger gefur ungum leikmönnum tækifæri. Þá er sóknarmaðurinn Lucas Perez sem keyptur var á rúmar 17 milljónir punda í fremstu víglínu en byrjunarlið Arsenal má sjá hér fyrir neðan.

Leikir kvöldsins:
18:45 Arsenal - Reading
18:45 Bristol City - Hull City
18:45 Leeds United - Norwich City
18:45 Liverpool - Tottenham
18:45 Newcastle - Preston

Fylgst er með öllum leikjunum í úrslitaþjónustu á forsíðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner