Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 25. október 2016 18:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd án Bailly næstu tvo mánuði
Bailly þakkar stuðninginn sem hann hefur fengið.
Bailly þakkar stuðninginn sem hann hefur fengið.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Eric Bailly vonast til að snúa aftur innan tveggja mánaða eftir að hafa meiðst í tapi Manchester United gegn Chelsea á sunnudaginn.

Liðbönd á hné Bailly sködduðust í fyrri hálfleik í 4-0 tapinu á Stamford Bridge. Strax eftir leik talaði Jose Mourinho um að menn óttuðust að meiðslin væru nokkuð alvarleg.

Á Instagram þakkar Bailly fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið síðan hann varð fyrir meiðslunum.

Bailly hefur leikið vel fyrir United á tímabilinu en hann gæti misst af allt að þrettán leikjum ef United vinnur Manchester City í deildabikarnum á morgun.

Þessi 22 ára miðvörður missir af stórleikjum við Arsenal, Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir áramót missir hann líklega einnig af töluverðum fjölda leikja þar sem hann verður væntanlega í landsliði Fílabeinsstrandarinnar sem tekur þátt í Afríkukeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner