Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Sturridge með frábæra tölfræði í deildabikarnum
Sturridge skorar fyrra mark sitt í kvöld.
Sturridge skorar fyrra mark sitt í kvöld.
Mynd: Getty Images
Eins og fram hefur komið skoraði framherjinn Daniel Sturridge bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum um helgina. Tölfræði hans í keppninni er orðin afar góð.

Þetta er annar leikur Sturridge með Liverpool í deildabikarnum í vetur en hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri gegn Burton Albion í fyrstu umferðinni. Í keppninni hefur hann því skorað fjögur mörk í tveimur leikjum.

Síðan hann samdi við Liverpool hefur hann í heildina skorað átta mörk í sex leikjum í keppninni, eða eitt og hálft mark að meðaltali í leik.


Athugasemdir
banner
banner