Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. október 2016 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Pochettino ósáttur við þjálfarateymi Liverpool
Pochettino í leiknum í kvöld.
Pochettino í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham, var ekki sáttur við þjálfarateymi Liverpool eftir tapið í enska deildabikarnum í kvöld.

Pochettino gagnrýnir þjálfarateymi Liverpool fyrir að kvarta yfir dómgæslunni og bætir við að Liverpool átti að hafa fengið rautt spjald í leiknum.

„Mér fannst skrítið að þjálfarateymi Liverpool hafi kvartað mikið í dómaranum í lok leiksins, sérstaklega vegna þess að einn af þeirra leikmönnum, Arnold, hefði átt að fá rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot á Ben Davies," sagði Pochettino og bætti við.

„Þeir kvörtuðu í okkr sem er skrítið þar sem það eru yfirleitt dómararnir sem sjá um dómgæsluna. Þeir hefði bara verið ánægðir með að halda öllum sínum mönnum inni á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner