Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. október 2016 14:30
Elvar Geir Magnússon
Leigubílaleikvangurinn í London?
Svona mun nýr leikvangur Tottenham líta út.
Svona mun nýr leikvangur Tottenham líta út.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í viðræðum við fyrirtæki um nafnaréttinn á nýjum leikvangi félagsins sem byrjað er að vinna að. Leikvangurinn verður á sama stað og núverandi leikvangur, White Hart Lane, og stefnan að taka hann í notkun 2018/19 tímabilið

Meðal þeirra fyrirtækja sem Tottenham hefur rætt við er leigubílaþjónustan Uber sem hefur vaxið gríðarlega um allan heim en er þó ekki lögleg hér á landi.

Uber hefur verið að koma sér inn í fótboltabransann og samdi við fótboltafélögin Lyon í Frakklandi og San Jose Earthquakes í Bandaríkjunum um að sjá um að flytja stuðningsmenn til og frá leikvöngum þeirra.

Ekki er talið mjög líklegt að Tottenham semji við Uber þar sem mörg fjársterk fyrirtæki, meðal annars frá Mið-Austurlöndum, hafa einnig sýnt áhuga.

Nýr leikvangur Tottenham verður allur hinn glæsilegasti en við hann verða veitingastaðir, hótel og safn. Einn endinn á honum verður ætlaður hörðustu aðdáendum Spurs og verður hallinn á stúkunni þar meiri og hönnunin þannig að allur hávaði mun magnast.

Leikvangurinn er einnig byggður með það í huga að á honum verða leiknir leikir í NFL-deildinni í bandarískum ruðningi. Hugmyndin er svo sú að ef London eignast sitt lið í NFL-deildinni muni þetta vera tilvalinn kostur sem heimavöllur þess liðs.
Athugasemdir
banner