mið 26. október 2016 16:30
Fótbolti.net
Þjálfaralisti: Ein breyting í Pepsi - Sex í Inkasso
Heimir Guðjóns gerði nýjan samning við FH.
Heimir Guðjóns gerði nýjan samning við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmunds tók við ÍBV.
Kristján Guðmunds tók við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sig er nýr þjálfari Fylkis.
Helgi Sig er nýr þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri er tekinn við Þór á nýjan leik.
Lárus Orri er tekinn við Þór á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Gíslason tók við Haukum og Kristófer Sigurgeirsson tók við Leikni R.
Stefán Gíslason tók við Haukum og Kristófer Sigurgeirsson tók við Leikni R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Dan tók við Gróttu.
Þórhallur Dan tók við Gróttu.
Mynd: Mynd: Grótta
Líkt og undanfarin ár þá rúllar Fótbolti.net yfir þjálfaramálin í efstu deildum karla. Einungis ein breyting hefur orðið á þjálfarahópnum í Pepsi-deild karla í haust. KR-ingar eiga þó ennþá eftir að ganga frá þjálfaramálum sínum en líklegt er að Willum Þór Þórsson haldi áfram.

Helmingur liða í Inkasso-deildinni hefur skipt um þjálfara og þá eru þjálfaramálin ennþá óljós hjá sex liðum í 2. deildinni.



Pepsi-deild karla:

FH - Heimir Guðjónsson
Heimir hefur stýrt FH síðan 2008 og hann gerði nýjan tveggja ára samning í haust.

Stjarnan - Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll er að fara inn í sitt fjórða tímabil með Stjörnuna.

KR - Óráðið
KR-ingar hafa ekki gengið frá sínum þjálfaramálum. Búist er við að Willum Þór Þórsson haldi áfram með liðið ef hann nær ekki sæti á Alþingi í kosningum um helgina.

Fjölnir - Ágúst Þór Gylfason
Gústi Púst hefur stýrt Fjölni undanfarin fimm ár og hann gerði nýjan tveggja ára samning á dögunum.

Valur - Ólafur Jóhannesson
Ólafur skrifaði fyrr í mánuðinum undir nýjan samning sem gildir út mánuðinn.

Breiðablik - Arnar Grétarsson
Arnar mun taka sitt þriðja tímabil með Breiðabliki.

Víkingur R. - Milos Milojevic
Milos Milojevic tók einn við stjórnartaumunum hjá Víkingi R. um mitt sumar 2015. Hann heldur áfram starfi í Fossvogi.

ÍA - Gunnlaugur Jónsson
Gulli Jóns er að fara inn í sitt fjórða tímabil í röð sem þjálfari ÍA.

ÍBV - Kristján Guðmundsson*
Kristján tók við ÍBV í haust eftir að hafa þjálfað Leikni R. í sumar. Sjötta haustið í röð er nýr þjálfari í Eyjum.

Víkingur Ó. - Ejub Purisevic
Ekkert hefur heyrst annað frá Ólafsvík en að Ejub Purisevic haldi áfram eins og undanfarin ár.

KA - Srdjan Tufegdzic
Kom KA upp á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari.

Grindavík - Óli Stefán Flóventsson
Gerði nýjan samning við Grindavík fyrir helgi. Kom liðinu upp í Pepsi-deildina í sumar.

Inkasso-deildin:

Fylkir - Helgi Sigurðsson*
Helgi er að fara í sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Tók við af Hermanni Hreiðarssyni eftir fall Fylkis.

Þróttur R. - Gregg Ryder:
Gregg heldur áfram með Þrótt. Er að hefja sitt fjórða tímabil.

Keflavík - Guðlaugur Baldursson*
Þorvaldur Örlygsson hætti með Keflavík eftir mót. Guðlaugur tók við stöðu hans eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár.

Þór - Lárus Orri Sigurðsson*
Lárus Orri er orðinn þjálfari í þorpinu á nýjan leik. Bróðir hans, Kristján Örn, verður spilandi aðstoðarþjálfari. Halldór Jón Sigurðsson hefur þjálfað Þór undanfarin tvö ár en hann þjálfar nú Þór/KA í Pepsi-deild kvenna.

Haukar - Stefán Gíslason*
Stefán er að fara í sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Var áður þjálfari hjá Breiðabliki. Hann tekur við Haukum af Luka Kostic.

Fram - Ásmundur Arnarsson
Ásmundur tekur sitt annað tímabil sem þjálfari Fram.

Leiknir R. - Kristófer Sigurgeirsson*
Kristófer tekur við Leikni R. af Kristjáni Guðmundssyni. Kristófer hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki.

Selfoss - Gunnar Borgþórsson
Gunnar tók við Selfyssingum um mitt sumar 2015 og heldur áfram uppbyggingu austan fjalls.

HK - Jóhannes Karl Guðjónsson
Jói Kalli tók við HK af Reyni Leóssyni um mitt sumar. Var áður spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK.

Leiknir F. - Viðar Jónsson
Viðar bjargaði Fáskrúðsfirðingum frá falli í lokaumferðinni. Skrifaði í kjölfarið undir nýjan samning við Leiknismenn.

ÍR - Arnar Þór Valsson
Addó kom ÍR upp um deild á sínu fjórða ári sem þjálfari í Breiðholtinu. Undirritaði nýjan tveggja ára samning á dögunum.

Grótta - Þórhallur Dan Jóhannsson*
Úlfur Blandon hætti eftir að hafa komið Gróttu upp úr 2. deildinni. Þórhallur Dan tók við en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Hauka undanfarin tvö ár.

2. deild:

Huginn - Brynjar Skúlason
Brynjar hefur verið þjálfari Hugins í áraraðir og heldur áfram um stjórnartaumana.

Fjarðabyggð - Dragan Stojanovic*
Víglundur Páll Einarsson hætti eftir að Fjarðabyggð féll. Dragan Stojanovic tekur við.

Afturelding - Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Aftureldingu.

Sindri - Óráðið
Auðun Helgason hætti hjá Sindra eftir tímabil. Eftirmaður hans hefur ekki verið tilkynntur.

Magni - Páll Viðar Gíslason*
Páll Viðar færði sig frá Völsungi yfir til Magna. Tekur við af Atla Má Rúnarssyni.

Vestri - Óráðið
Giuseppe Joe Funicello heldur ekki áfram með Vestra. Óvíst er hver tekur við stjórnartaumunum.

Höttur - Óráðið
Gunnlaugur Guðjónsson hætti sem þjálfari Hattar eftir tímabilið. Höttur hefur auglýst eftir þjálfara en ekki er búið að ráða mann í stöðuna.

Njarðvík - Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson*
Rafn Markús og Snorri Már tóku við Njarðvík á dögunum. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn liðsins. Rafn stýrði Njarðvík tímabundið í lok tímabils eftir að Guðmundur Steinarsson var rekinn.

Völsungur - Jóhann Kristinn Gunnarsson*
Jóhann er tekinn við Völsungi á nýjan leik eftir að hafa þjálfað Þór/KA undanfarin fimm ár.

KV - Óráðið
Atli Jónasson og Hjörvar Ólafsson þjálfuðu KV í sumar. Hjörvar er nú farinn að starfa hjá yngri flokkum Stjörnunnar en óvíst er hvort Atli haldi áfram með liðið.

Tindastóll - Óráðið
Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason stýrðu Stólunum til sigurs í 3. deildinni í sumar. Stefán er fluttur erlendis í nám og óvíst er hvernig þjálfaramálin verða hjá Tindastóli næsta sumar.

Víðir Garði - Óráðið
Tommy Nielsen hætti eftir að hafa komið Víði Garði upp um deild. Eftirmaður hefur ekki verið tilkynntur.

*Nýteknir við
Athugasemdir
banner
banner
banner