mið 26. október 2016 17:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Karius hræddari við tannlækna heldur en Zlatan
Mynd: Getty Images
Loris Karius, markvörður Liverpool, er hræddari við að hitta tannlækna heldur en Zlatan Ibrahimovic

Karius, sem kom frá Mainz í sumar, hefur byrjað ágætlega fyrir sitt nýja félag í ensku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki fyrr en í stórleiknum gegn Manchester United í síðustu viku, þar sem Karius hélt markinu sínu hreinu í fyrsta skiptið í 0-0 jafntefli.

Á meðan byrjaði stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic vel fyrir sitt nýja félag, þar sem hann skoraði fimm mörk í fyrstu fimm leikjunum sínum. Frammistaða hans hefur þó dalað upp á síðkastið og hefur hann aðeins skorað eitt mark í síðustu átta leikjum - sigurmarkið gegn úkraínska félaginu Zorya Luhansk í Evrópudeildinni.

Zlatan fékk gott færi til þess að skora á Karius í leiknum á Anfield en brást bogalistinn þegar skalli hans fór forgörðum.

Flestir kannast við tannbakteríurnar, bræðurna Karíus og Baktus, og þegar þýska dagblaðið Bild spurði markmanninn Karius hvort hann væri hræddari við tannlækni eða Zlatan svaraði Karius: „Án efa tannlækni."

„Zlatan er að sjálfsögðu frábær leikmaður, en í miðjum leik eyði ég ekki neinum hugsunum um hverjum ég er að mæta, og ég hræðist engan leikmann á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner