mið 26. október 2016 16:55
Elvar Geir Magnússon
Asprilla kominn í smokkabransann
Faustino Asprilla er hress.
Faustino Asprilla er hress.
Mynd: Getty Images
Faustino Asprilla, fyrrum leikmaður Newcastle og Kólumbíu, er kominn út í nýtt viðskiptaævintýri en hann er farinn að framleiða smokka undir vörumerkinu „Tino".

Haldinn var fréttamannafundur í gær þar sem Asprilla, sem spilaði með Newcastle 1996-98, lék á als oddi.

Tino smokkarnir verða til í tveimur bragðtegundum til að byrja með, súkkulaði og jarðaberja.

Asprilla er sjálfur andlitið í auglýsingaherferð fyrir smokkana en hann notaði tækifærið á fréttamannafundinum og skaut á Jose Pekerman, þjálfara kólumbíska landsliðsins, sem hann segir að verði viðskiptavinur.

„Pekerman hringdi í mig og hann er að fara að nota þessa smokka, hann ætlar að setja smokk á hausinn á sér þegar það rignir í Barranquilla," sagði sprelligosinn Asprilla.

Sjá einnig:
Á djamminu með Asprilla



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner