Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 17:12
Elvar Geir Magnússon
Mourinho biður stuðningsmenn Man Utd afsökunar
United steinlá fyrir Chelsea um síðustu helgi.
United steinlá fyrir Chelsea um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir 4-0 tapið gegn Chelsea á sunnudag.

United mætir Manchester City í deildabikarnum á Old Trafford í kvöld klukkan 19 en í leikskránni fyrir leikinn notar Mourinho tækifærið til að biðjast afsökunar.

„Sem leiðtogi hópsins vel ég byrja á því að biðja stuðningsmenn Manchester United um allan heim afsökunar. 4-0 tapið gegn Chelsea var ekki United úrslit; þetta voru úrslit sem hafa gert okkur afskaplega leiða fyrir hönd stuðningsmanna og við biðjumst afsökunar á því," segir Mourinho.

„Stuðningsmenn okkar voru enn og aftur geggjaðir. Ég veit ekki um nokkurn annan stuðningsmannahóp sem hefði sungið í 90 mínútur þegar þeirra lið er að tapa. Þeir voru félaginu til mikils sóma og mér finnst mjög leiðinlegt að úrslitin stóðust ekki þeirra væntingar."

„Ég get sagt með mikilli vissu að andstæðingar okkar í kvöld eru einnig óánægðir með stöðu mála. Þeir töpuðu 4-0 fyrir Barcelona fyrir viku síðan og koma inn í leikinn í kvöld án sigurs í síðustu fimm leikjum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru með mjög gott lið, reynslumikla og góða leikmenn og mjög góðan stjóra."
Athugasemdir
banner
banner