Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. október 2016 17:23
Magnús Már Einarsson
Kaj Leo í Bartalsstovu ekki áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyski kantmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu verður ekki áfram hjá FH á næsta tímabili.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kaj Leo kom til FH í júlí og gerði samning út tímabilið. FH ætlar ekki að gera nýjan samning við Kaj Leo að svo stöddu.

Kaj Leo spilaði sex leiki í Pepsi-deildinni með Íslandsmeisturum FH í sumar.

Þessi 25 ára gamli leikmaður er í færeyska landsliðshópnum en hann kom inn á sem varamaður í 6-0 tapi liðsins gegn Portúgal á dögunum.

Kaj Leo er annar kantmaðurinn sem fer frá FH eftir tímabilið en Jeremy Serwy er einnig á förum.

FH-ingar hafa hins vegar fengið sóknarmiðjumanninn Veigar Pál Gunnarsson í sínar raðir frá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner