Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. október 2016 12:02
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Sjö handteknir á Ólympíuleikvanginum í gær
Sæti voru rifin upp á vellinum.
Sæti voru rifin upp á vellinum.
Mynd: Getty Images
Hópslagsmál mynduðust á áhorfendasvæðum Ólympíuleikvangsins í Lundúnum í gær þegar West Ham vann 2-1 sigur á Chelsea í enska deidlabikarsins.

Plastflöskum, sætum og smápeningum var kastað og óeirðalögreglan þurfti að skerast í leikinn.

Það hefur verið læti á þessum nýja heimavelli West Ham á þessu tímabili og sagði knattspyrnustjóri félagsins að hegðunin væri með öllu óásættanleg.

Verið er að skoða upptökur úr öryggismyndavélum en talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar sagði að hart yrði tekið á þeim sem mesta sök áttu á látunum.

Sjö voru handteknir vegna þeirra óláta sem mynduðust á leiknum í gær en á þessu tímabili hafa 23 verið settir í bann frá heimavelli West Ham.

Hluti af rannsókninni sem er í gangi snýr að söngvum með hommafóbískum texta sem beint var að John Terry og Diego Costa, leikmönnum Chelsea.

Meiri öryggisgæsla var á leiknum en gengur og gerist vegna sögu óláta milli stuðningsmanna beggja liða en hún dugði samt sem áður ekki til.

West Ham mætir Manchester United í 8-liða úrslitum deildabikarsins eftir sigurinn í gær.

Athugasemdir
banner
banner