Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 27. október 2016 15:56
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins tekur við Lokeren (Staðfest)
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Lokeren hafi náð samkomulagi við Rúnar Kristinsson um að taka við þjálfun liðsins en áður hafði mbl.is greint frá því samkvæmt sínum heimildum.

Het laatste Niuews segir að Rúnar muni sitja fyrir svörum sem nýr þjálfari á fréttamannafundi á morgun.

Rúnar tekur við af Georges Leekens sem látinn var taka pokann sinn. Lokeren er í 13. sæti af sextán liðum í belgísku úrvalsdeildinni.

Rúnar er mikils metinn Lokeren enda lék hann með liðinu 2000-2007 og var gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna en mbl.is greindi frá því samkvæmt heimildum

Rún­ari var í síðasta mánuði rekinn frá Lilleström í Nor­egi eft­ir að hafa verið þar við stjórn­völ­inn í tæp­lega tvö ár. Áður þjálfaði hann KR í fjög­ur ár og gerði liðið tvívegis að Íslandsmeisturum.

Landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spila með Lokeren.

Arn­ar Þór Viðars­son er aðstoðarþjálf­ari Lok­eren og hefur stýrt æfingum eftir að Leekens var rekinn en ekki hefur verið gefið út hvort hann verði hægri hönd Rúnars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner