Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2016 17:44
Magnús Már Einarsson
Frans með tilboð frá Grindavík og Keflavík
Frans í leik með Keflavík.
Frans í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort miðjumaðurinn Frans Elvarsson verði áfram hjá Keflavík næsta sumar en samningur hans við félagið rann út á dögunum.

Frans er með samningstilboð frá nýliðum Grindavíkur í Pepsi-deildinni.

Keflavík hefur einnig boðið Frans nýjan samning og hann skoðar sín mál þessa dagana.

„Ég er með tilboð í höndunum frá Keflavík og Grindavík og reikna með að taka ákvörðun á næstu dögum," sagði Frans við Fótbolta.net í dag.

Frans hefur verið á mála hjá Keflavík síðan árið 2011 en hann á meðal annars fimm tímabil að baki í Pepsi-deildinni með liðinu.

Í sumar spilaði Frans tólf leiki í Inkasso-deildinni með Keflavík og skoraði eitt mark. Keflavík endaði þá í þriðja sæti deildarinnar.

Hinn 26 ára gamli Frans er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirði en hann hefur einnig leikið með Njarðvík á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner