Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. október 2016 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Schmeichel væri til í að vera framherji
Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel, markmaður Leicester, var einn besti leikmaður liðsins er það vann ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en hann hélt alls 15 sinnum hreinu í deildinni á síðustu leiktíð.

Hann er gríðarlega góður markmaður en hinn 29 ára gamli Dani, viðurkennir að hann væri til í að vera framherji, frekar en markmaður.

„Þegar þú ert krakki viltu vera framherji, þú vilt skora mörk. Ég væri ennþá til í að vera framherji, það að skora mörk er það besta við fótboltann. Það er ekki til betri tilfinningar. Ég vissi hins vegar að ég yrði betri markmaður," sagði Schmeichel.

„Það er mikil pressa sem fylgir því að vera markmaður og þess vegna kjósa margir að fara í markið. Ef þú kannt ekki að meta pressuna, ættiru ekki að vera markmaður," bætti hann við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner