Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 27. október 2016 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sir Alex: Leicester mun ná mjög langt í Meistaradeildinni
Sir Alex hefur mikla trú á Leicester.
Sir Alex hefur mikla trú á Leicester.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson hefur mikla trú á Leicester City í Meistaradeild Evrópu og spáir hann því að þeir muni ná langt.

Claudio Ranieri og lærisveinar hans komu heimsbyggðinni á óvart með að vinna ensku úrvaldeildina á síðustu leiktíð og hafa þeir farið vel af stað í Meistaradeildinni í ár.

Leicester hefur leikið þrjá leiki og unnið þá alla en þeir eru með Club Brugge, Porto og FC Kaupmannahöfn í riðli.

„Kaupin þeirra hafa gengið fullkomlega upp. Þeir fá til sín hungraða leikmenn sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að vinna."

„Fleiri félög mættu taka sér Leicester til fyrirmyndar. Þetta verður líklegast erfitt ár fyrir þá í deildinni en þeir geta komist langt í Meistaradeildinni þó þeir muni ekki vinna keppnina," sagði Sir Alex.
Athugasemdir
banner
banner
banner