fös 28. október 2016 17:16
Magnús Már Einarsson
Viktor Örn í ÍR (Staðfest)
Mynd: ÍR
Nýliðar ÍR í Inkasso-deildinni hafa samið við Viktor Örn Guðmudsson en hann skrifaði undir í Breiðholti í dag.

Viktor Örn er uppalinn hjá FH en þessi örvfætti leikmaður getur spilað á kanti og í bakverði.

Í sumar spilaði Viktor með KV en hann var markahæsti leikmaður liðsins í 2. deildinni með ellefu mörk.

„Við bjóðum Viktor hjartanlega velkominn í Breiðholtið og höfum miklar væntingar um frammistöðu hans í hvítbláa búningnum í komandi átökum í Inkassodeildinni!" segir á Facebook síðu ÍR.

Í fyrra spilaði Viktor með Fjarðabyggð en árið 2014 lék hann með Fylki og KA.

Samtals hefur Viktor skorað 27 mörk í 119 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.

ÍR-ingar unnu 2. deildina með yfirburðum í sumar en Viktor er annar leikmaðurinn sem kemur til liðsins í vikunni eftir að vinstri bakvörðurinn Axel Kári Vignisson kom frá Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner