Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. október 2016 21:30
Arnar Geir Halldórsson
Thomas Muller pirraður og hættir að taka vítaspyrnur
Pirraður
Pirraður
Mynd: Getty Images
Þýski snillingurinn Thomas Muller er orðinn pirraður á gengi sínu á vítapunktinum og kveðst vera hættur að taka vítaspyrnur.

Muller brást bogalistin á vítapunktinum í bikarnum í vikunni þegar Bayern lagði Augsburg að velli. Þetta er fimmta vítaspyrnan sem kappinn klikkar á síðan í ágúst 2015.

Þessi 27 ára gamli sóknarmaður var um tíma vítaskytta þýska landsliðsins en hann gaf það sömuleiðis frá sér á dögunum.

„Þetta er óþolandi og pirrar mig mjög mikið. Ég mun hér eftir einbeita mér að leiknum og liðsfélagar mínir geta séð um vítaspyrnurnar," segir Muller.

Athugasemdir
banner
banner
banner