Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   þri 22. nóvember 2016 16:45
Fótbolti.net
Aron Sigurðar: Ætla að pakka næsta tímabili saman
Aron í búningi Tromsö.
Aron í búningi Tromsö.
Mynd: Getty Images
Aron, sem er 23 ára, lék með Fjölni áður en hann hélt til Noregs.
Aron, sem er 23 ára, lék með Fjölni áður en hann hélt til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir fína byrjun á tímabilinu var orðið nokkuð erfitt að vera ekki að spila mikið. Það var mjög gott að ná að enda þetta svona," sagði Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö, í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag.

Aron átti ekki fast sæti í liði Tromsö á sínu fyrsta tímabili með liðinu en það var í fallbaráttu en bjargaði sér undir lokin. Í lokaumferðinni skoraði hann eitt mark og lagði upp tvö í 3-1 sigri.

„Það er þægilegra að fara inn í næsta undirbúningstímabil eftir að hafa endað þetta svona."

Hann var beðinn um að fara stuttlega yfir sitt fyrsta tímabil með norska úrvalsdeildarliðinu.

„Ég kom inn í þetta með mikið sjálfstraust og skoraði í fyrsta leik. Svo gerðum við jafntefli við Start í biluðum snjó á heimavelli í næsta leik þar á eftir. Í æfingavikunni eftir það meiðist ég þegar ég er að blokka skot. Ég fæ rifu í liðband í hnénu."

Það má segja að vilji hans til að komast á EM hafi sett strik í reikninginn á tímabilinu.

„Á þessum tíma þegar ég meiðist er Ísland að komast á EM og ég taldi klárlega möguleika fyrir mig að komast með þangað. Ég sprautaði í hnéð á mér til að deyfa það en var ekki að ná mér á strik. Ég náði ekkert að æfa heldur spilaði bara. Ég var í fínu hlaupaformi en engu æfingaformi og þetta var erfitt. Ég datt út úr liðinu, jafnaði mig á meiðslunum en það tók lengri tíma að vinna mig inn í liðið en ég bjóst við," segir Aron sem sér þó ekki eftir neinu.

„Ég myndi klárlega gera það sama ef ég myndi lenda í sömu stöðu aftur. Maður gerir allt til að komast með landsliðinu á stórmót."

Get léttilega staðið mig í deildinni
Aron viðurkennir að hann telji sjálfur að hann hafi átt skilið að fá að spila meira.

„Ég stóð mig vel á æfingum og í hreinskilni fannst mér steikt að ég væri ekki að spila. Við vorum í erfiðri stöðu og ég er ekki besti varnarmaðurinn af könturunum þarna, það gæti hafa spilað inn í. Á æfingum fannst mér ég vera bestur og ég hugsaði ekki út í það að ég væri ekki í liðinu því ég væri lélegur," segir Aron en þrátt fyrir bekkjarsetuna hafði það ekki mikil áhrif á sjálfstraust hans.

„Það sýndi sig í síðasta leiknum. Ég hafði ekki byrjað í einhverja fimm leiki og kem inn í þennan leik og stend mig mjög vel."

Aron er ákveðinn í að láta til sín taka af meiri krafti næsta tímabil.

„Ég tel mig hafa sannað það að ég get gert góða hluti í þessari deild þó það hafi getað gengið betur á tímabilinu. Ég get léttilega staðið mig mjög vel í þessari deild. Nú fæ ég fullt undirbúningstímabil með þeim og slepp vonandi alveg við meiðsli. Ég ætla að taka næsta tímabil og pakka því saman," segir Aron sem kann vel við sig í Tromsö.

„Ég hef komið mér vel fyrir með konunni. Hún er í námi og vinnu, okkur líður vel hérna. Þetta er mjög rólegur bær og ekki mikið að frétta. Það er fínt fyrir mig að einbeita mér að fótbolta og taka því rólega."

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner