Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. nóvember 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Ibe búinn að jafna sig eftir að hafa verið rændur Rolex-úri
Ibe lenti í leiðinlegri uppákomu
Ibe lenti í leiðinlegri uppákomu
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé allt í góðu lagi hjá kantmanninum Jordon Ibe þrátt fyrir að honum hafi verið ógnað með hníf og verið rændur á dögunum.

Ibe lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu að vera rændur er hann var á ferðinni í bifreið sinni, en ræningjarnir höfðu upp úr krafsinu Rolex-úr sem var verðmetið á tæpar 3,5 milljónir íslenskra króna.

„Þetta var mjög óheppilegt atvik en það er allt í lagi með Jordon núna," sagði Howe við blaðamenn sem spurðu hann um leikmanninn.

„Öryggisgæslan er sterk hérna og leikmenn geta fengið ráð, en það er erfitt að verja þá þegar þeir eru annars staðar. Þeir eru auðveld skotmörk, einkum í ljósi þeirra bíla sem þeir keyra."

Ibe var ekki í leikmannahópi Bournemouth í 1-0 sigri á Stoke um síðustu helgi vegna veikinda, en hann er klár í slaginn gegn Arsenal á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner