Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 28. nóvember 2016 12:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bara álit Dalglish sem skiptir máli í þessu vali
Gerrard besti leikmaður í sögu Liverpool
Goðsögnin Steven Gerrard.
Goðsögnin Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard lagði skóna formlega á hilluna í síðustu viku. Rætt var við Kristján Atla Ragnarsson á kop.is í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

„Að Steven Gerrard hafi enst í 17 ár hjá Liverpool, og í 15 af þessum árum var hann besti maður liðsins en var aldrei í besta liðinu á Englandi. Það er hollusta á öðru stigi en við eigum að kynnast í nútímafótbolta. Þetta var ekki blind hollusta því hann var oft að ströggla við það hvort hann ætti að vera áfram," segir Kristján.

„Hann ákvað alltaf að vera áfram og það segir manni hversu ótrúlega sterk taugin til félagsins er hjá honum. Jafnvel þegar stuðningsmenn voru fyrir utan Anfield 2005 að brenna treyjurnar hans þegar hann hafði farið fram á sölu þá var hann andvaka með pabba sínum um nóttina og sagði: 'Ég get ekki farið. Þeir hata mig en ég get ekki farið.'"

„Þegar þú talar um álit á því hver sé besti leikmaðurinn í sögu Liverpool er bara eitt álit sem skiptir máli. Það er Kenny Dalglish og hann hefur sagt margoft að Gerrard sé afburða besti leikmaður sem Liverpool hefur átt. Hann á þá að eiga þá nafnbót skilið," segir Kristján.

„Það er klúbbnum til skammar að hafa aldrei gefið honum betra lið í kringum hann. Hann hefði átt það skilið."

Hlustaðu á viðtalið við Kristján Atla um Gerrard í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner