Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. desember 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ársþing KSÍ á næsta ári fer fram í Vestmanneyjum. Ársþingið verður haldið laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.

Möguleiki er á formannsslag á ársþinginu en Guðni Bergsson íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni.

Yfirleitt fer ársþingið fram í Reykjavík en af og til hefur það verið haldið úti á landi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, óttast ekki að fulltrúar félaganna mæti síður á ársþingið þar sem það verði ekki á höfuðborgarsvæðinu.

„Reynslan er sú að ársþing hafa verið mjög vel sótt þegar við höfum þingin utan Reykjavíkur," sagði Klara við Fótbolta.net.

„Ég á von á því að Reykvíkingar sem og aðrir mæti til Vestmannaeyja. Það er jafn langt í báðar áttir. Við ætlumst til að Vestmannaeyingar mæti til okkar og þá hljótum við að geta mætt til þeirra."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner