Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 02. desember 2016 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Segist hafa varað Memphis við því að fara til Man Utd
Memphis hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Man Utd
Memphis hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Eljero Elia, leikmaður Fayenoord í Hollandi, segist hafa varað landa sinn, Memphis Depay, við því að ganga til liðs við Manchester United.

Hinn 22 ára gamli Memphis gekk í raðir United fyrir síðasta leiktímabil, en hann hefur ekki náð að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Líklegt þykir að Depay muni fara á láni í janúar, en hann hefði getað sloppið við öll þessi vandræði ef hann hefði valið minna félag fyrst. Þetta segir Eljero Elia.

„Ég tel að Memphis hefði fyrst átt að taka eitt stopp á milli, velja lið eins og Tottenham fyrst," sagði Elia. „United er svo stórt félag og pressan er gríðarleg."

„Hann hefði þurft að sanna sig strax hjá þeim, á meðan allir myndu fylgjast með honum."

„Hann hlustaði á það ráð sem ég gaf honum, en sagði við mig, ‘ég mun reyna að gefa allt sem ég á og ég er viss um það að ég muni ná árangri þarna.‘"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner