Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. desember 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Guardiola: Gabriel Jesus þarf einhverja hvíld
Jesus mun byrja að spila með Man City í janúar
Jesus mun byrja að spila með Man City í janúar
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að ungstirnið Gabriel Jesus þurfi einhverja hvíld áður en hann byrjar feril sinn hjá enska félaginu.

Þessi efnilegi Brassi mætti til Manchester í gær, en hann verður í stúkunni á morgun þegar City leikur gegn Chelsea í stórleik helgarinnar á Englandi.

Hann mun spila sinn síðasta leik með Palmeiras um næstu helgi áður en hann byrjar feril sinn hjá Man City í janúar. Guardiola segir að leikmaðurinn verði þó að fá smá frí áður en hann kemur alfarið til City.

„Hann kom hingað til að skoða aðstæður, kannski hitta einhverja liðsfélaga. Hann mun horfa á leikinn á morgun, og svo eftir það fer hann aftur heim til Brasilíu í smá frí," sagði Guardiola.

„Hann hefur farið í gegnum tæp þrjú ár án þess að fá frí. Hann þarf smá hvíld, kannski í tvær vikur, þrjár vikur, mánuð, ég veit það ekki. Við verðum bara að bíða og sjá."

Guardiola bauð Jesus út að borða í gær með brasilísku leikmönnunum hjá City eins og sjá má á myndinni hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner