fös 02. desember 2016 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Leikmaður Chapecoense kennir flugstjóranum um slysið
Frá slysstað í Kólumbíu
Frá slysstað í Kólumbíu
Mynd: Getty Images
Moises Santos, einn þeirra leikmanna Chapecoense sem fór ekki með í flugferðina afdrifaríku til Kólumbíu, segir að flugslysiðí vikunni hafi ekki verið slys.

Flugvél með brasilíska úrvalsdeildarliðið Chapecoense innanborðs, hrapaði í nágrenni við Medellín og varð það til þess að 71 af þeim sem voru um borð létust.

Santos fór í viðtal hjá Daily Mail og ræddi þar um slysið. Hann kennir flugmanninum um vanrækslu í starfi og segir að orðið ‘slys’ eigi ekki að vera notað í þessu samhengi.

„Vinir mínir voru myrtir - þetta var ekki slys," sagði Santos í viðtalinu hjá Daily Mail.

„Þú getur ekki ætlast til mikils af manneskjum. Þessi náungi sem var að ferðast með leikmenn Chapecoense, hann eyðilagði margar fjölskyldur, hann eyðilagði borgina Chapeco."

„Það mun taka Chapeco langan tíma að komast aftur í sama horf."
Athugasemdir
banner
banner
banner