Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2016 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zidane: Fórum þangað með samklipna rassa
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að leikmenn sínir fari til Barcelona fullir sjálfstrausts eftir að hafa náð sex stiga forystu á Börsunga á toppi deildarinnar. Barcelona og Real Madrid mætast í El Clasico-leiknum á Nývangi klukkan 15:15 í dag.

Real Madrid er á toppi deildarinnar fyrir leikinn, en þeir hafa ekki tapað leik síðan í apríl. Þeir eru eins og áður segir með sex stiga forystu á Barcelona og því ljóst að sigur Madrídinga myndi gera Börsungum mikinn óleik í dag þó svo að tímabilið sé ekki enn hálfnað.

„Hvorugt liðið er sigurstranglegra í þessum leik," sagði Zidane á blaðamannafundi í gær. „Í fyrra fórum við þangað með samklipna rassa - ég biðst afsökunar á orðbragðinu - en núna þurfum við að fara inn með sama hugarfar," bætti sá franski við, en Real Madrid vann 2-1 sigur gegn Barcelona á Nývangi á síðasta tímabili.

„Ég vil að við séum eins undirbúnir og við vorum fyrir leikinn á síðasta tímabili, en spilum eins og við erum að gera núna."

Barcelona er ríkjandi Spánarmeistari og Zidane segir að því verðir að bera virðingu fyrir.

„Við erum að spila á móti meisturunum og meistararnir eru alltaf góðir í stóru leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner