Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 04. desember 2016 23:00
Kristófer Kristjánsson
Gary Neville: Fávitalegt hjá Fellaini
Fellaini átti ekki góða innkomu í dag
Fellaini átti ekki góða innkomu í dag
Mynd: Getty Images
Fyrrum fyrirliði Manchester United, Gary Neville, segir að innkoma Marouane Fellaini í dag hafi verið fávitaleg eftir að Belginn gaf klaufalegt víti í blálokin gegn Everton sem kostaði Man Utd sigurinn.

Man Utd virtust vera að sækja langþráðan sigur, þökk sé glæsi marki Zlatan Ibrahimovic, þegar Marouane Fellaini kom inn á þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hans eina framlag til leiksins var afar klaufalegt brot á Idrissa Gueye, sóknarmanni Everton, inn í vítateig og ekki annað hægt en að dæma vítaspyrnu.

„Að setja hann inn á var til að eiga við háa bolta inn í teig. Skiptingin var mjög skiljanleg en þetta var fávitaskapur hjá honum sjálfum," sagði Neville á Sky Sports, ómyrkur í máli.

„Þetta var mjög lélegt frá svona reyndum landsliðsleikmanni. Þú getur ekki kennt þjálfaranum um þetta, þetta var bara lélegt augnablik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner