Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 04. desember 2016 23:30
Kristófer Kristjánsson
Mourinho: Everton eru hættir að spila fallegan fótbolta
Mourinho hefur varið ákvörðun sína að setja Fellaini inn á
Mourinho hefur varið ákvörðun sína að setja Fellaini inn á
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Manchester United, hefur varið ákvörðun sína að setja Marouane Fellaini inn á undir lok leiks Everton og Manchester United í dag.

Man Utd virtust vera landa sigrinum þökk sé fallegu marki Zlatan Ibrahimovic en á 89. mínútu gaf Fellaini afar klaufalegt víti stuttu eftir að hann kom inn á. Leighton Baines afgreiddi vítið í markið og tryggði heimamönnum stig.

Mourinho brást hinn versti við þegar blaðamenn BBC spurðu hvers vegna hann setti Fellaini inn á.

„Ég hefði haldið að þið vissuð meira um fótbolta en þetta, svarið er augljóst," sagði Mourinho sem skaut síðan á spilamennsku Everton.

„Everton eru hættir að spila fallegan fótbolta. Þeir spila langt og beint og þegar þeir eru að tapa auka þeir pressuna. Þegar þú ert með leikmann sem er tveir metrar á hæð þá seturðu hann inn á til að eiga við það."
Athugasemdir
banner
banner
banner