Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. desember 2016 21:54
Kristófer Kristjánsson
Belgía: Lokeren með sterkan sigur
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Kristján Bernburg
Genk 1 - 2 Lokeren
1-0 Leandro Trossard ('20)
1-1 Mehdi Terki ('66)
1-2 Sergiy Bolbat ('75)

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lokeren unnu sterkan útisigur í kvöld, 1-2 gegn Genk, í Belgísku úrvalsdeildinni.

Leandro Trossard kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Mehdi Terki og Sergiy Bolbat skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleik fyrir Lokeren og tryggði Rúnari og aðstoðarmanni hans, Arnari Viðarssyni, mikilvægan sigur.

Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason voru báðir á sínum stað í vörn Lokeren í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner