Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 04. desember 2016 22:15
Kristófer Kristjánsson
Eiður Smári býðst til að spila með Chapecoense
Eiður á leiðinni til Brasilíu?
Eiður á leiðinni til Brasilíu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen hefur boðist til að spila fyrir lið Chapecoense sem missti leikmenn og starfslið sitt í hræðilegu flugslysi sem átti sér stað í síðustu viku.

Flugvélin, sem var með 81 manns innanborðs, varð eldsneytislaus og hrapaði í Kólumbíu. Liðið var á leið sinni þangað til að spila mikilvægan bikarleik.

Harmleikurinn hefur slegið við allri heimsbyggðinni og hafa knattspyrnufélög og menn um allt sameinast í sorg til að veita Chapecoense stuðning sinn.

Nú hefur Eiður Smári Guðjohnsen boðið fram það góðverk að spila fyrir liðið í virðingarskyni og verður að segjast að þetta er afar fallegt vinarbragð.



Athugasemdir
banner
banner
banner