Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. desember 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Danimir og Daniel taka við Vestra (Staðfest)
Fjórir gera samninga
Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs og Daniel Badu.
Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs og Daniel Badu.
Mynd: Vestri
Viktor Júlíusson.
Viktor Júlíusson.
Mynd: Vestri
Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningum við Danimir Milkanovic og Daníel Osafa Badu um að þeir þjálfi liðið í 2. deildinni á komandi tímabili. Þeir taka við af Giuseppe Joe Funicello og Ásgeiri Guðmundssyni sem stýrðu Vestra síðastliðið sumar.

Danimir er Bosnumaður fæddur 1969 með UEFA Pro og hefur mikla reynslu af þjálfun. Hann er í þjálfara teymi U21 árs landsliðs Bosníu ásamt því að þjálfa Vestra. Danimir er væntanlegur til landsins 9. janúar.

Daníel er öllum vestfirðingum kunnur en hann hefur spilað með BÍ/Bolungarvík og síðar Vestra meira og minna síðan 2012. Hann hefur leikið spilað 90 leiki fyrir félagið og þjálfað í yngri flokkum með góðum árangri.

„Stjórn Vestra bindur miklar vonir við þessa ráðningu og er mikill ánægja að fá menn sem vilja búa hérna fyrir vestan og starfa á svæðinu allan ársins hring," segir í tilkynningu frá Vestra.

Snemma í oktober framlengdi miðjumaðurinn Viktor Júlíusson samning sinn við Vestra. Viktor er fæddur 1998 og hefur leikið 49. leiki fyrir félagið. Þá á hann að baki fimm leiki fyrir U17 ára landsliðs Íslands.

Vestri hefur einnig gert samninga við þrjá mjög efnilega leikmnenn, en Birgir Eydal Gunnarsson (2000) Þórður Hafþórsson (2001) og Þráinn Águst Arnaldsson (2001) skrifuðu allir undir sína fyrstu samninga í okóber.

Allir hafa þeir verið í úrtökuhópum fyrir U16 og U-7 og voru þeir Þráinn og Þórður við æfingar með U-17 um liðna helgi.

„Stjórn Vestra óskar strákunum til hamingju með samninganna og eru miklar vonir bundanar við þessa efnilegu leikmenn í framtíðinni. En þess má geta að allir komu þeir við sögu í 2.deildinni í sumar," segir í tilkynningu frá Vestra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner