Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 05. desember 2016 11:08
Magnús Már Einarsson
Viktor Jóns líklega aftur í Þrótt
Viktor fagnar marki með Þrótti í fyrra.
Viktor fagnar marki með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson, framherji Víkings, er líklega á leið í Þrótt á nýjan leik. Viktor var á láni hjá Þrótti sumarið 2015 en hann skoraði þá 19 mörk og var næstmarkahæsti maður fyrstu deildarinnar þegar Þróttarar fóru upp í Pepsi-deildina.

Eitt félag í Peps-deildinni hefur einnig sýnt Viktori áhuga að undanförnu sem og annað félag í Inkasso-deildinni. Líklegast er hins vegar að Viktor fari í Þrótt á nýjan leik.

„Þróttur hefur áhuga og tvö önnur lið. Þetta á að skýrast í þessari viku," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Viktor er 22 ára gamall en hann er uppalinn hjá Víkingi.

Í sumar skoraði Viktor eitt mark í átján leikjum í Pepsi-deildinni með Víkingi en hann átti ekki alltaf fast sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner