Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. desember 2016 11:43
Magnús Már Einarsson
BBC og fleiri fjalla um boð Eiðs Smára
Eiður og Ronaldinho gætu leikið saman á nýjan leik með Chapecoense.
Eiður og Ronaldinho gætu leikið saman á nýjan leik með Chapecoense.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen greindi frá því gærkvöldi að hann sé opinn fyrir því að spila með brasilíska félaginu Chapecoense.

19 leikmenn Chapecoense og fjölmargir starfsmenn félagsins létu lífið í flugslysi í Kolumbíu í síðustu viku en samtals létust 71 í slysinu.

Chapecoense þarf að mynda leikmannahóp á nýjan leik en félagið hefur fengið gífurlegan stuðning í Brasilíu og um allan heim eftir slysið.

Ronaldinho og Juan Roman Riqueleme hafa boðist til að spila með Chapecoense og Eiður Smári gerði slíkt hið sama í gær. Eiður og Ronaldinho þekkjast vel síðan þeir léku saman með Barcelona á sínum tíma,

Fjölmargir fjölmiðlar, víðsvegar um heiminn, hafa fjallað um boð Eiðs Smára í dag en þar á meðal er BBC.

Auk enskra fjölmiðla hafa fjölmiðlar í Hollandi verið duglegir að segja fréttir af boði Eiðs.

Smelltu hér til að sjá frétt BBC
Smelltu hér til að sjá frétt ITV
Smelltu hér til að sjá frétt Daily Mail
Smelltu hér til að sjá frétt Mirror
Smelltu hér til að sjá frétt Goal
Smelltu hér til að sjá frétt VL í Hollandi
Athugasemdir
banner
banner