Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 06. desember 2016 07:00
Kristófer Kristjánsson
FH semur við níu leikmenn meistaraflokks kvenna
Ingibjörg Rún, Karólína Lea, María Selma
Ingibjörg Rún, Karólína Lea, María Selma
Mynd: FH
Selma Dögg skrifaði undir samning hjá FH.
Selma Dögg skrifaði undir samning hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur á undanförnum dögum gengið frá samningum við eftirfarandi níu leikmenn meistaraflokks kvenna.

Aníta Dögg Guðmundsdóttir, 16 ára markvörður, hefur leiki 8 leiki með meistaraflokki og sömuleiðis 8 leiki með U17 landsliðinu.

Halla Marinósdóttir, 25 ára miðjumaður, hefur 117 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 10 mörk.

Ingibjörg Rún Óladóttir, 18 ára varnarmaður, á að baki 28 meistaraflokksleiki og í þeim tvö mörk. Einnig hef hún leikið með U17 landsliðinu (11 leikir) og U19 landsliðinu (3 leikir).

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, 15 ára sóknarmaður, á 15 leiki með meistaraflokki og í þeim tvö mörk. Einnig hefur hún leikið níu leiki með U17 landsliðinu og skorað í þeim þrjú mörk.

Lilja Gunnarsdóttir, 26 ára varnarmaður, á að baki 73 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim fimm mörk.

María Selma Haseta, 21 árs varnarmaður, á 99 leiki og 22 mörk með meistaraflokki og einnig leiki með U17 (þrjá) og U19 (sjö) landsliðum.

Melkorka Katrín Pétursdóttir, 18 ára miðjumaður, hefur leikið 17 leiki og skorað eitt mark fyrir meistaraflokk. Hún á einnig fjóra leiki með U17 landsliðinu og 3 leiki og eitt mark með U19 landsliðinu.

Rannveig Bjarnadóttir, 17 ára miðjumaður, hefur leikið 17 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim eitt mark. Sömuleiðis á hún 11 leiki með U17 landsliðinu og skorað í þeim fjögur mörk.

Selma Dögg Björgvinsdóttir, 19 ára miðjumaður, á 33 leiki með meistaraflokki og 3 leiki um U16 landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner