Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. desember 2016 05:55
Kristófer Kristjánsson
Meistaradeildin í dag - Nær Arsenal toppsætinu af PSG?
Simeone og félagar í Atletico gætu orðið sjöunda liðið til að vinna alla leikina í riðlakeppninni
Simeone og félagar í Atletico gætu orðið sjöunda liðið til að vinna alla leikina í riðlakeppninni
Mynd: Getty Images
Ná Arsenal að skjóta PSG ref fyrir rass?
Ná Arsenal að skjóta PSG ref fyrir rass?
Mynd: Getty Images
Átta leikir eru á dagskránni í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld er loka umferð riðlakeppninnar fer í gang.

Frönsku meistararnir í Paris munu eygja það að klára riðilinn með heimasigri á Ludogorets en gestirnir vita að þriðja sætið er öruggt með sigri þeirra. Arsenal heimsækja Basel og verða að ná betri úrslitum en PSG til að eiga möguleika á efsta sæti riðilsins.

Benfica og Napoli mætast í úrslitaleik um toppsæti riðilsins en vita að ef Besiktast nær ekki að sigra Dynamo Kyiv á útivelli þá fara bæði lið áfram.

Það er að litlu að keppa í C riðli þar sem Barcelona hafa tryggt sér sigur í riðlinum á meðan City fara með þeim í útsláttarkeppnina. Mönchengladbach eru á leið sinni í Evrópudeildina en lærisveinar Brendan Rodgers í Celtic enda neðstir, sama hvernig fer í kvöld.

Það verður spennandi að sjá risana í Bayern taka á móti Atletico Madrid en ekkert sæti er í húfi í þeim leik. Sveinar Diego Simeone í Madrid hafa nú þegar sigrað riðilinn með því að vinna alla leiki sína í keppninni hingað til.

A-riðill
19:45 Basel - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
19:45 PSG - Ludogorets

B-riðill
19:45 Benfica - Napoli (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Dynamo Kyiv - Besiktas

C-riðill
19:45 Barcelona - Borussia Mönchengladbach (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Manchester City - Celtic (Stöð 2 Sport 5)

D-riðill
19:45 Bayern Munchen - Atletico Madrid
19:45 PSV - FC Rostov
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner