mán 05. desember 2016 23:30
Kristófer Kristjánsson
Guardiola: Man United getur endað í topp 4
Pep hefur trú á nágrönnum sínum
Pep hefur trú á nágrönnum sínum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, telur að erkifjendurnir í Manchester United hafi gæðin til að vinna upp stigamun liðsins á efstu liðum deildarinnar.

Man Utd hefur gengið illa að vinna deildarleikina sína upp á síðkastið og gerði enn eitt jafnteflið um helgina þegar þeir mættu Everton á Goodison Park.

Guardiola telur hinsvegar að kollegi sinn Mourinho og sveinar hans hafi verið óheppnir upp á síðkastið.

„Þú sérð hvernig þeir hafa spilað undanfarið, gegn Stoke City, gegn Burnley og svo annar leikur á Old Trafford, þeir hafa átt skilið að vinna þessa leiki," sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildina.

„En svona er fótboltinn. United hafa hinsvegar gæðin, söguna og knattspyrnustjórann til að vera þarna [í fjórum efstu sætunum]."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner