þri 06. desember 2016 06:30
Kristófer Kristjánsson
Mkhitaryan massaði sig upp til að komast í liðið
Mkhitaryan er byrjaður að spila aftur
Mkhitaryan er byrjaður að spila aftur
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan þurfti að bæta á sig sex kílóum af vöðvamassa til að sanna sig fyrir knattspyrnustjóra sínum, Jose Mourinho.

Þetta segir fréttablaðið The Sun en þar kemur fram að Mkhitaryan hafi lagt á sig mikla vinnu og varið miklum auka tíma í líkamsræktinni til þess að komast aftur í náðina hjá þjálfaranum.

Mkhitaryan var úti í kuldanum í rúma tvo mánuði eftir dapra frammistöðu hans í deildarleik Man Utd gegn grönnum sínum í City en Mkhitaryan var tekin af velli í hálfleik í 1-2 tapinu.

Mourinho er sagður hafa verið óánægður með ástand Armenans og verið á þeirri trú að hann væri ekki tilbúinn til að spila lykilleiki í deildinni fyrr en hann myndi styrkja sig.

Mkhitaryan hefur náð að brjóta sér aftur leið í liðið og var meðal annars valinn maður leiksins í 4-1 bikarsigri Man Utd gegn West Ham í síðustu viku þar sem hann lagði upp tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner