Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 06. desember 2016 07:30
Kristófer Kristjánsson
Hargreaves: Sanchez getur líkt eftir Hazard
Getur Sanchez leitt Arsenal til frægðar?
Getur Sanchez leitt Arsenal til frægðar?
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves, fyrrum miðjumaður Manchester United, telur að Alexis Sanchez sé lykillinn að titil möguleikum Arsenal.

Sanchez setti þrennu í 5-1 sigri Arsenal á West Ham um helgina og hefur verið í banastuði það sem af er tímabils með 11 mörk í deildinni það sem af er.

Hargreaves telur að Hazard geti líkt eftir Hazard og verið lykilmaðurinn í liði Arsenal rétt eins og Hazard var þegar Chelsea lyftu titlinum árið 2015 með Eden Hazard í fararbroddi.

„Sanchez er ótrúlegur. Eden Hazard dróg Chelsea yfir línuna fyrir nokkrum árum," sagði Hargreaves við BT Sport.

„Og eins og Sanchez er að spila núna þá gæti hann gert það sama fyrir Arsenal. Það eru betri lið eins og Chelsea og Liverpool en einstaklings gæði Sanchez eru með þeim betri sem ég hef séð."
Athugasemdir
banner
banner
banner